Fótbolti

Arnór Ingvi: Fiðringurinn magnast með hverjum deginum

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Arnór Ingvi ætlar að nýta sínar mínútur vel á HM.
Arnór Ingvi ætlar að nýta sínar mínútur vel á HM. vísir/vilhelm
Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun.

„Mér líkar mjög vel hérna og maður er aðeins með aðra ímynd af Rússlandi en maður hafði áður. Við erum á frábærum stað og höfum það ótrúlega gott," segir Arnór Ingvi skælbrosandi.

„Við erum með smá afdrep á hótelinu þar sem Hannes er að  sýna okkru bíómyndir á kvöldin. Svo er hægt að spila pílu og margt annað. Það var svo gott að komast í hjólatúr í gær. Sjá bæinn og annað fólk."

Strákarnir voru að taka sínu síðustu æfingu áður en flogið verður til Moskvu á eftir. Það er kominn fiðringur í menn.

„Fiðringurinn er að magnast með hverjum deginum og sérstaklega í dag. Spennan er komin," segir Arnór Ingvi en hann sló eftirminnilega í gegn á EM fyrir tveimur árum síðan og væri meira en til í að endurtaka leikinn.

„Ef ég fæ mínar mínútur þá mun ég gefa allt til þess að hafa áhrif á leikinn. Ég er að berjast fyrir sæti og mínútum og mun halda því áfram."

Það þarf að vinna í mörgu á æfingasvæðinu þessa dagana enda verið að undrirbúa sig fyrir leik gegn Argentínu.

„Við erum að fara vel yfir þá. Þeirra styrkleika og veikleika. Förum líka vel yfir okkar leik sem er mikilvægast. Við mætum bjartsýnir til leiks."

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×