Enski boltinn

Marcus Rashford gat ekki æft annan daginn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford.
Marcus Rashford. Vísir/Getty
Útlitið er ekki alltof gott hjá Manchester United framherjanum Marcus Rashford sem var fjarverandi á æfingu enska landsliðsins í morgun.

Marcus Rashford er að glíma við meiðsli á hné og var þarna að missa af æfingu enska landsliðsins annan daginn í röð.

Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er á móti Túnis á mánudaginn.





Marcus Rashford talaði um það sjálfur á samfélagsmiðlum að hann hefði ekki áhyggjur af þessum hnémeiðslum en nú þegar hann er búinn að missa af æfingum tvo daga í röð þá fara menn að efast um að hann verði klár í þennan fyrsta leik enska liðsins í Rússlandi.

Knattspyrnusérfræðingar bjuggust við því að Marcus Rashford yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Hann er samt væntanlega í samkeppni við Manchester City leikmanninn Raheem Sterling og því hafa Englendingar góðan mann í staðinn fyrir hann.

Rashford átti mjög góðan leik í síðasta undirbúningsleiknum á móti Kosta Ríka og skoraði það mjög flott mark.  Hann hefur skorað 3 mörk í 19 landsleikjum og skoraði 13 mörk í 52 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á nýloknu tímabili.

Hann meiddist síðan á hné á æfingu með enska landsliðinu og hefur ekki æft síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×