Enski boltinn

Marcus Rashford gat ekki æft annan daginn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford.
Marcus Rashford. Vísir/Getty

Útlitið er ekki alltof gott hjá Manchester United framherjanum Marcus Rashford sem var fjarverandi á æfingu enska landsliðsins í morgun.

Marcus Rashford er að glíma við meiðsli á hné og var þarna að missa af æfingu enska landsliðsins annan daginn í röð.

Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er á móti Túnis á mánudaginn.Marcus Rashford talaði um það sjálfur á samfélagsmiðlum að hann hefði ekki áhyggjur af þessum hnémeiðslum en nú þegar hann er búinn að missa af æfingum tvo daga í röð þá fara menn að efast um að hann verði klár í þennan fyrsta leik enska liðsins í Rússlandi.

Knattspyrnusérfræðingar bjuggust við því að Marcus Rashford yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Hann er samt væntanlega í samkeppni við Manchester City leikmanninn Raheem Sterling og því hafa Englendingar góðan mann í staðinn fyrir hann.

Rashford átti mjög góðan leik í síðasta undirbúningsleiknum á móti Kosta Ríka og skoraði það mjög flott mark.  Hann hefur skorað 3 mörk í 19 landsleikjum og skoraði 13 mörk í 52 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á nýloknu tímabili.

Hann meiddist síðan á hné á æfingu með enska landsliðinu og hefur ekki æft síðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.