Innlent

Fyrsta skemmti­ferða­skipið sem kemur til Þor­láks­hafnar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond sem leggst að höfninni í Þorlákshöfn kl. 11:30.
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond sem leggst að höfninni í Þorlákshöfn kl. 11:30. Ljósmynd/Sveitarfélagið Ölfuss

Það verða tímamót í Þorlákshöfn í dag kl. 11:30 því þar mun í fyrsta skipti leggjast að höfninni skemmtiferðaskip og stoppa þar í einhverja klukkutíma.

Um er að ræða skipið Ocean Diamond sem er með um 200 farþegar og 100 manna áhöfn. Flestir farþegar fara í ferð um Suðurland en einhverjir verða kyrrir í bænum og áhöfnin fer ekki af staðnum.

Íbúar í Þorlákshöfn og næsta nágrenni eru hvattir til að fjölmenn á höfnina kl. 11:30 og taka vel á móti skemmtiferðaskipinu og gestum þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.