Sport

Aníta bætir sig í hverju hlaupi þessa dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Anton

Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir úr ÍR er að finna taktinn sinn þessa dagana og um leið er hún að ná besta tíma ársins í hverju hlaupinu á fætur öðru.

Aníta náði sínum besta tíma í 800 metra hlaupi á árinu á sterku móti í Ostrava í Tékklandi í gær þegar hún kom í markið á 2:01,92 mínútum.

Þetta dugði henni í sjötta sætið á mótinu. Sigurvegarinn var Rababe Arafi frá Marokkó en hún hljóp á 1:59,20 mínútum en önnur var Noélie Yarigo frá Benín á 2:00,89 mínútum.

Úkraínsk, eþíópísk og bresk hlaupakona komu síðan líka á undan Anítu í mark. Þetta voru þær Olha Lyakhova, Genzebe Dibaba og Lynsey Sharp. Úrslitin eru hér.

Þarna voru aðeins þrír dagar liðnir síðan að Aníta hafði bætt besta árangur sinn á árinu í demantamóti í Stokkhólmi. Aníta hljóp þá 800 metrana á 2:02,21 mínútum sem skilaði henni í fjórða sætið.

Íslandsmet Anítu er síðan 15. júní í fyrra þegar hún hljóp 800 metrana á 2:00,05 mínútum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.