Innlent

Á skilorð fyrir að taka myndir af fyrrverandi sambýliskonu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið ljósmyndir af fyrrverandi sambýliskonu hans sem sýndu hana fáklædda eða nakta, auk sjö hreyfimynda sem sýndu þau i kynmökum. Konan gaf ekki leyfi fyrir myndatökunum.

Alls tók maðurinn 27 myndir af konunni á um tveggja og hálfs árs tímabili. Myndirnar og hreyfimyndirnar geymdi hann á USB-lyklum en maðurinn var handtekinn í september 2016 eftir að hann braust inn íbúð konunnar, að eigin sögn til að sækja þar eigur sínar.

Þegar hann var handtekinn skýrði konan lögreglumönnum frá því að hún hefði undir höndum USB-lykla þar sem myndirnar voru geymdar.

Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa tekið myndirnar. Sagði hann konuna hafa vitað af sumum þeirra, en sumum ekki. Sagðist hann hafa tekið myndirnar þar sem hann ætti við ákveðinn kynlífsvanda að stríða.

Við aðalmeðferð málsins sagði maðurinn að konan hefði vitað af myndatökunum og að hann hefði beðið hana leyfis. Hefði hún samþykkt það svo lengi sem myndirnar væru aðeins á milli þeirra.

Konan sagði hins vegar að hún hefði ekki gefið leyfi fyrir myndatökunum. Hann hafi aldreið beðið hana um leyfi og hefði hann gert það hefði hann aldrei fengið slíkt leyfi. Sonur konunnar gaf einnig skýrslu fyrir dóm og sagði hann móður sína hafa verið verulega brugðið við að sjá myndirnar.

Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að framburður konunnar um að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir myndatökunnar teljist trúverðugur auk þess sem að framburður vitna renni stoðum undir framburð hennar.

Var maðurinn því dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að særa blygðunarsemi konunnar auk þes sem hann þarf að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur, auk málskostnaðar. Haldi maðurinn skilorð í tvö ár fellur dómurinn niðurAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.