Innlent

Margæs gerir sig heimakomna á Bessastöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikið fuglalíf er á Álftanesi þar sem Bessastaðir eru og hefur nú nýr félagi bæst í hópinn.
Mikið fuglalíf er á Álftanesi þar sem Bessastaðir eru og hefur nú nýr félagi bæst í hópinn. vísir/vilhelm

Varp margæsar hefur nú verið staðfest í fyrsta sinn hér á landi eftir að fuglamerkingarmaðurinn Ólafur Á. Torfason fann margæsahreiður á Besstastaðanesi síðastliðinn sunnudag.

Greint er frá fundi Ólafs á vef forsetaembættisins en þar kemur fram að margæsin sé farfugl sem kemur frá Írlandi að ströndum Faxaflóa og sunnanverðs Breiðafjarðar að vori.

Fuglarnir safna hér matarforða og fljúga svo áfram í byrjun maí til varpstöðva sem eru á heimskautaslóðum í Kanada.

„Nú hefur hins vegar fengist staðfest varp margæsar á Íslandi í fyrsta sinn og eru það mikil tíðindi. Þess má vænta að ungar skríði úr hreiðri snemma júlímánaðar. Margæs er alfriðuð hér á landi,“ segir í frétt á vef forseta Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.