Innlent

Margæs gerir sig heimakomna á Bessastöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikið fuglalíf er á Álftanesi þar sem Bessastaðir eru og hefur nú nýr félagi bæst í hópinn.
Mikið fuglalíf er á Álftanesi þar sem Bessastaðir eru og hefur nú nýr félagi bæst í hópinn. vísir/vilhelm
Varp margæsar hefur nú verið staðfest í fyrsta sinn hér á landi eftir að fuglamerkingarmaðurinn Ólafur Á. Torfason fann margæsahreiður á Besstastaðanesi síðastliðinn sunnudag.

Greint er frá fundi Ólafs á vef forsetaembættisins en þar kemur fram að margæsin sé farfugl sem kemur frá Írlandi að ströndum Faxaflóa og sunnanverðs Breiðafjarðar að vori.

Fuglarnir safna hér matarforða og fljúga svo áfram í byrjun maí til varpstöðva sem eru á heimskautaslóðum í Kanada.

„Nú hefur hins vegar fengist staðfest varp margæsar á Íslandi í fyrsta sinn og eru það mikil tíðindi. Þess má vænta að ungar skríði úr hreiðri snemma júlímánaðar. Margæs er alfriðuð hér á landi,“ segir í frétt á vef forseta Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×