Bíó og sjónvarp

Disney birtir fyrstu stiklu úr nýrri Dúmbó mynd

Bergþór Másson skrifar
Disney myndin Dúmbó, sem kemur út í mars 2019.
Disney myndin Dúmbó, sem kemur út í mars 2019. Disney

Disney hefur birt fyrstu stiklu úr nýju Dúmbó myndinni sem er væntanleg í mars 2019. 

Tim Burton leikstýrir myndinni og er hún lauslega byggð á hinni frægu samnefndri Disney teiknimynd sem kom út árið 1941. 

Myndin er svo sannarlega stjörnum prýdd. Stórleikararnir Colin Farrel, Danny DeVito, Michael Keaton og Eva Green fara öll með hlutverk.

Sé eitthvað að marka stikluna ætti myndin að verða stórkostleg fjölskylduskemmtun.


Tengdar fréttir

Sögulegt tap Stjörnustríðs

"Solo: A Star Wars Story,“ er dýrasta Stjörnustríðs mynd sögunnar, og sú fyrsta til að tapa pening.

Netflix stærra en Disney

Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.