Lífið

Dolce & Gabbana hönnuður kallaði Selenu Gomez ljóta

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dolce & Gabbana hönnuðurinn Stefano Gabbana eignaðist 138 milljónir óvina á einum degi með því að setja út á Selenu Gomez.
Dolce & Gabbana hönnuðurinn Stefano Gabbana eignaðist 138 milljónir óvina á einum degi með því að setja út á Selenu Gomez. Samsett mynd/Getty

Dolce & Gabbana hönnuðurinn Stefano Gabbana skapaði sér miklar óvinsældir á samfélagsmiðlum síðustu daga með illkvittnum athugasemdum um leik- og söngkonuna Selenu Gomez. Svo virðist sem hann hafi eignast 138 milljón óvini á einum degi.

Instagram síðan The Catwalk Italia hvatti fylgjendur sína til þess að velja sitt uppáhalds Selenu Gomez „lúkk“ og birti samsetta mynd af söngkonunni klædda í rautt við nokkur góð tilefni. Gabbana valdi ekki sitt uppáhald heldur skrifaði þess í stað undir myndina „è proprio brutta!!!“ sem má þýða sem „Hún er svo ljót!!!“
 

 
#selenagomez rocks red dresses Choose your fave: 1,2,3,4 or 5?
A post shared by The Catwalk Italia - TCI (@thecatwalkitalia) on

Annar Instagram notandi líkti Gomez við pomeranian hund og svaraði Gabbana þeirri athugasemd með: „hahahahahaha það er satt hahahaha.“

13 Reasons Why leikarinn Tommy Dorfman svaraði Instagram athugasemdum Gabbana fullum hálsi og sagði hann úreltan.

Aðdáendur söngkonunnar hafa líka komið henni til varnar og kallað athugasemdir hönnuðarins móðgandi og ógeðslegar. 

Instagram fylgjendur Gomez hafa látið hann heyra það í athugasemdum og skilaboðum síðasta sólarhringinn og margir þeirra hafa hótað því að sniðganga Dolce & Gabbana merkið vegna hroka hans.

Selena Gomez er ein vinsælasta stjarnan í heiminum í dag og er með 138 milljón fylgjendur á Instagram. Þess má geta að 1,3 milljónir fylgja Gabbana á Instagram og margir þeirra hafa líka skammað hann fyrir að skrifa þessar athugasemdir. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.