Lífið

John Travolta rifjar upp Grease taktana

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Travolta og Fallon tóku nokkur spor saman í þættinum The Tonight Show Starring Jimmy Fallon í gær.
Travolta og Fallon tóku nokkur spor saman í þættinum The Tonight Show Starring Jimmy Fallon í gær. Skjáskot/Youtube

Í gær voru 40 ár liðin frá því að Grease var frumsýnd í New York í Bandaríkjunum. John Travolta var gestur Jimmy Fallon þar sem hann var að kynna mynd sína Gotti á dögunum og sýndi þá að hann hefur engu gleymt. Í viðtalinu sagði Travolta frá því að það hafi verið hans hugmynd að taka danssporin „hornin fjögur“ í laginu You're the one that I want í myndinni og danshöfundurinn hafi samþykkt það. 

Travolta og Fallon tóku sporin frægu saman í þættinum við mikla lukku áhorfenda. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.