Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild en ekki liggja fyrir upplýsingar um alvarleika meiðsla þeirra.
Tveir voru fluttir á slysadeild en ekki liggja fyrir upplýsingar um alvarleika meiðsla þeirra. Vísir/Einar

Tveir hafa verið fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegs á öðrum tímanum í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er mikill viðbúnaður á vettvangi og má búast við miklum umferðartöfum í allar áttir. Eru slökkviliðsmenn og lögreglumenn enn að greiða úr málum á vettvangi og óvíst eins og sakir standa hvort að draga þurfi bílana sem rákust á í burtu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.