Fótbolti

Íslensku strákarnir lentir í Moskvu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rútan komin og bíður eftir strákunum.
Rútan komin og bíður eftir strákunum. vísir/vilhelm

Íslenska landsliðið er lent í Moskvu. Strákarnir lögðu af stað frá Gelendzhik stuttu eftir hádegið að íslenskum tíma og eru nú komnir í rússnesku höfuðborgina þar sem liðið mætir Argentínu á laugardag í fyrsta leik á HM.

Ferðalagið frá bækistöðvum landsliðsins við Svartahafið var stutt, aðeins rétt rúmir tveir tímar.

Landsliðið æfir á Sparktak vellinum í Moskvu á morgun þar sem þeir mæta svo Messi og félögum klukkan 13:00 að íslenskum tíma á laugardaginn.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.