Erlent

Comey vék frá starfsreglum en var ekki hlutdrægur í rannsókn á tölvupóstum Clinton

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI.
James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. Vísir/AP

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, vék frá starfsreglum bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins í tengslum við rannsókn FBI á tölvupóstmálum Hillary Clinton í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Bloomberg greinir frá.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu dómsmálaráðuneytisins sem rannsakaði hvernig Comey fór með málið, sem og rannsókn FBI á málinu.

Comey sendi bréf til þingsins skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 og tilkynnti að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton hefði verið opnuð á nýjan leik. Hefur Clinton sjálf sagt að umrætt bréf hafi orðið til þess að hún tapaði kosningunum.

Nokkrum mánuðum áður hélt Comey blaðamannafund þar sem hann tilkynnti að Clinton yrði ekki sótt til saka vegna tölvupóstmála hennar.

„Þrátt fyrir að ekki verði séð að þessar ákvarðanir hafi verið vegna pólítískrar hlutdrægni Comey. Engu að síður komust við að þeirri niðurstöðu að með því að víkja svo alvarlega frá starfsreglum FBI og ráðuneytisins hafi þetta haft neikvæð áhrif á ímynd FBI og ráðuneytisins sem hlutlausir aðilar,“ segir í skýrslunni.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að Comey er gagnrýndur fyrir að hunsa mótmæli gegn því að hann sendi umrætt bréf um rannsókn á máli Clintons til þingsins.


Tengdar fréttir

Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni

Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.