Enski boltinn

Fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu tekinn við Leeds

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marcelo Bielsa er skrautlegur karakter. Hann er nú tekinn við Leeds United
Marcelo Bielsa er skrautlegur karakter. Hann er nú tekinn við Leeds United vísir/getty
Leeds United hefur gengið frá ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra. Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa hefur verið ráðinn og gerir hann tveggja ára samning við enska B-deildarliðið, með möguleika á framlengingu.

Hinn 62 ára gamli Bielsa er þrautreyndur knattspyrnustjóri en þjálfaraferill hans hófst hjá Newell´s Old Boys í heimalandinu árið 1990.

Hann stýrði argentínska landsliðinu í sex ár eða frá 1998-2004 og stýrði svo Síle frá 2007-2011. Í kjölfarið tók hann við Athletic Bilbao þar sem hann var við stjórnvölin tvö tímabil. Hann hefur einnig stýrt Marseille og nú síðast Lille en í millitíðinni var hann stjóri Lazio; en aðeins í tvo daga.

„Það hefur alltaf verið mitt markmið að starfa í Englandi og ég hef nokkrum sinnum fengið tilboð þaðan á mínum ferli. Ég hef beðið eftir rétta tækifærinu og þegar félag með sögu á boð við Leeds hefur samband er ómögulegt að hafna því,“ segir Bielsa.

Leeds hafnaði í 13.sæti ensku B-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð en er sögufrægt félag í enskri knattspyrnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×