Tónlist

Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“

Bergþór Másson skrifar
Rapparinn og taktsmiðurinn Floni með rosalega pósu.
Rapparinn og taktsmiðurinn Floni með rosalega pósu. Snorri Björnsson
Rapparinn Floni gaf út lagið „Party“ í nótt. Floni hefur strítt aðdáendum með stuttum klippum af laginu á samfélagsmiðlum í gríð og erg síðastliðna mánuði. Einnig hefur Floni ítrekað flutt lagið á tónleikum í ár við góðar undirtektir aðdáenda. Nú er lagið loksins komið út á Spotify.

Floni hefur verið duglegur að koma fram í ár og hefur „Party“ spilað stórt hlutverk á tónleikum hans. Aðdáendur hafa meira að segja gengið svo langt að taka upp flutning hans á laginu og dreifa honum á milli sín. „Fólk á showum lærði bara lagið, bara einhverjir krakkar, allir kunna lagið utan af. Þegar ég var að spila á böllum hlupu krakkar upp að mér og sungu viðlagið fyrir mig, fólk var orðið mjög hype-að fyrir laginu afþví ég var alltaf að taka það á tónleikum“ segir Floni.

 
Yooo...Party kemur út á föstudaginn!!! commentaðu ef þu ert spennt/ur !

A post shared by FLONI (@fridrikroberts) on Jun 13, 2018 at 12:21pm PDT

Aðspurður um samfélagslegt gildi lagsins og hvort það hafi einhverskonar dýpri meiningu en það lætur út fyrir að vera segir Floni: „Samfélagslegt gildi lagsins er bara party, það er bara party, þetta er bara party. Þú ert ekki að pæla í neinu nema að það sé bara party. Eins og viðlagið segir: Partýið það er að byrja.“

Stórir hlutir eru væntanlegir frá Flóna eins og hann segir sjálfur „Næsti mánuður verður mjög góður fyrir fólkið sem fílar Flóna, það eru frekar heit lög að koma út og síðan eru menn alltaf bara eitthvað lowkey on the grind.“

 

 
Svo fallegt ☀️

A post shared by FLONI (@fridrikroberts) on Mar 31, 2018 at 9:23am PDT

Aðdáendur Flona bíða nú eftivæntingarfullir eftir nýrri plötu frá honum og hefur hann sjálfur gefið það lauslega í skyn á samfélagsmiðlum að ný plata undir nafninu „FLONI 2“ sé á leiðinni. Hvort „FLONI 2“ muni nokkurntímann líta dagsins ljós er óvíst, Floni forðast að staðfesta það og segir sjálfur: „Mögulega, FLONI 2 er thing, það verður eitthvað dót, núna í þessum mánuði eru hinsvegar að koma út 2 ný geggjuð lög.“

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið á Spotify.


Tengdar fréttir

Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar

Lífið ræddi við Sigurð Oddsson hönnuð og Arnar Inga Ingason pródúser, samstarfsmenn Loga Pedro Stefánssonar á plötunni Litlir svartir strákar og fengum að skyggnast eilítið í ferlið bakvið útlit plötunnar.

19 ára rappari handtekinn fyrir mannrán

19 ára gamli bandaríski rapparinn Kendell Desean Gaulden, sem er betur þekktur undir nafninu YoungBoy Never Broke Again, var handtekinn aðfaranótt sunnudags í Tallahassee í Flórída.

Joey Christ hendir í gott reif í Hörpunni

Enn bætast listamennirnir við á Sónar-hátíðina. Nokkur íslensk nöfn hafa bæst í hópinn fyrir hátíðina sem fram fer í Hörpunni í mars. The Joey Christ Show er meðal þess sem verður í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×