Golf

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn: „Missi því miður af leiknum gegn Argentínu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er að spila aftur á morgun.
Ólafía er að spila aftur á morgun. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classis mótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi.

Ólafía bjargaði sér undir lok hringsins í dag en hún var afar ánægð með það og segist geta vel við unað.

„Í gær var ég að spila ótrúlegt vel en í dag kom ég með plan B. Ég náði að berjast í gegnum þetta og vera þolinmóð,” sagði Ólafía Þórunn í samtali við fjölmiðla eftir hringinn í dag.

„Svo fékk ég geggjaðan örn á sextándu sem var næstum því albatross svo ég fékk smá til baka sem var mjög gott.”

Sjá einnig:Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu

Ólafía hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mótum en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn síðan í mars. Hún var því afar ánægð í dag.

„Þetta er búið að vera smá erfitt. Ég er búinn að vera missa af niðurskurðunum útaf einu höggi þannig að ég er búin að vera spila vel. Ég þurfti bara að vera jafn sterk og þolinmóð,” en næst beindist spjallið að strákunum okkar á HM í Rússlandi:

„Það verður spennandi að sjá þá gegn Argentínu. Ég missi því miður af leiknum en ég hlakka mjög mikið til að HM sé að byrja,” sagði Ólafía brosandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×