Lífið

Auglýsing N1 sýnir landsliðsmenn stíga sín fyrstu skref í boltanum

Sylvía Hall skrifar
Í auglýsingunni má sjá ungan Albert stíga sín fyrstu skref með boltann.
Í auglýsingunni má sjá ungan Albert stíga sín fyrstu skref með boltann. Skjáskot
N1 hefur sent frá sér auglýsingu þar sem sjá má okkar helstu knattspyrnumenn stíga sín fyrstu spor í boltanum. Að þessu sinni eru það Albert Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson sem eru í aðalhlutverki.

Auglýsingin er með sama sniði og auglýsing sem N1 gaf út í kringum Evrópumótið 2016 þar sem sjá mátti meðal annars Hannes Þór og Ragnar Sigurðsson á yngri árum. Með því að sýna leikmennina á yngri árum er athygli vakin á stuðningi N1 við grasrótarstarf KSÍ.

Auglýsingin hefur hreyft við mörgum, en þar má meðal annars sjá ungan Albert Guðmundsson segjast ætla að verða atvinnumaður í fótbolta í viðtali við Gaupa og Alfreð Finnbogason stíga sín fyrstu skref í boltanum í Grindavík. 

Sjón er sögu ríkari og má búast við því að þjóðarstoltið aukist töluvert eftir áhorfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×