Erlent

Listaskóli Glasgow í ljósum logum

Andri Eysteinsson skrifar
Allar hæðir Mackintosh hússins urðu eldi að bráð á skömmum tíma í nótt
Allar hæðir Mackintosh hússins urðu eldi að bráð á skömmum tíma í nótt Vísir/EPA


Eldur kom upp í húsi Listaskólans í Glasgow í gærkvöldi.  BBC greinir frá að tilkynning hafi borist lögreglu um 11 í gærkvöldi og að yfir 100 slökkviliðsmenn hafi verið sendir á vettvang.

Eldurinn náði að breiðast út yfir í tónleikastaðinn O2 ABC í næsta húsi en slökkvilið hafði í morgunsárið náð stjórn á eldinum. Talið er að engin slys hafi verið á mönnum.

Hús Listaskólans er oft kallað Mackintosh húsið í höfuðið á arkitektinum Charles Rennie Mackintosh sem oft er talinn fremsti arkitekt skota. Húsið var byggt á árunum 1897-1909 og er eitt frægasta hús borgarinnar.

 Ekki eru nema 4 ár síðan eldur kom síðast upp í húsinu og vann miklar skemmdir á innviðum hússins og þar má helst telja bókasafn skólans sem var hannað af Mackintosh sjálfum. Þá var eldurinn rakinn til myndvarpa en upptök eldsvoðans í nótt eru enn óljós.

Endurbætur vegna eldsvoðans í maí 2014 hafa síðan staðið yfir og voru þær langt á veg komnar áður en eldur kom upp seint í gærkvöldi.

Að sögn vitna má sjá að eldurinn í nótt er mun verri en eldurinn fyrir fjórum árum síðan.

Slökkvilið Glasgow borgar hefur gefið út að allar hæðir skólabyggingarinnar hafi orðið eldinum að bráð og að byggingin sé líkt og O2 ABC tónleikastaðurinn mikið skemmd. Neðst í fréttinni má sjá stutt myndskeið af brunanum í O2 ABC.



Nicola
 Sturgeon forsætisráðherra Skota lýsti því yfir í kjölfar eldsvoðans að skoska stjórnin héti því að hún myndi standa fast við bakið á listaháskólanum og veita alla þá aðstoð sem skólanum vantar.












Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×