Viðskipti innlent

Ísland fer alla leið á HM í draumauglýsingu Icelandair

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hörður Björgvin upplifir drauminn í auglýsingunni.
Hörður Björgvin upplifir drauminn í auglýsingunni. Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon, bakvörður íslenska karlalandsliðsins, er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair vegna HM sem frumsýnd var fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi.

Í auglýsingunni er Ísland hvorki meira né minna búið að leggja Brasilíu í úrslitaleik HM og ferðast er um allan heiminn til þess að sjá viðbrögðin við því.

Það er svo Hörður Björgvin sem spilar lykilhlutverk í úrslitaleiknum þar sem hann skorar sannkallað draumamark á lokamínútum leiksins.

Allt er þó ekki eins og það sýnist, líkt og sjá má í auglýsingunni hér fyrir neðan. Ljóst er að miklu hefur verið til kostað í að gera auglýsingunna enda meira og minna allt karlalandsliðið sem tekur þátt í henni.

Þá var ekki ókeypis að sýna auglýsingunna enda kostar sekúndan í sjónvarpsútsendingunni í kringum leik Íslands og Argentínu 18 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×