Fótbolti

Enginn annar markvörður á HM 2018 búinn að verja eins mörg skot og Hannes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenskum áhorfendum eftir leik.
Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenskum áhorfendum eftir leik. Vísir/Getty
Hannes Þór Halldórsson varð sex skot frá Argentínumönnum í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi.

Ein af markvörslum Hannesar var þegar hann varði vítaspyrnu Lionel Messi.

Enginn annar markvörður á HM til þessa hefur varið meira en fjögur skot þannig að okkar maður er þegar kominn með góða forystu á listanum yfir flest varin skot.







Vísir valdi Hannes mann leiksins og gaf honum tíu í einkunn en það má sjá allar einkunnir strákanna okkar með því að smella hér.

Opinberir aðilar voru líka sammála okkur því FIFA valdi Hannes einni mann leiksins.









Hannes fær líka mikla athygli á samfélagsmiðlum út um allan heim eftir þessa frammistöðu. Dæmi um það er hér fyrir neðan.

 






































Fleiri fréttir

Sjá meira


×