Erlent

„Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“

Andri Eysteinsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson fær mikið lof í erlendum fjölmiðlum eftir magnaða frammistöðu í dag.
Hannes Þór Halldórsson fær mikið lof í erlendum fjölmiðlum eftir magnaða frammistöðu í dag. Vísir/EPA
Erlendir fjölmiðlar fylgdust að sjálfsögðu með glæstu 1-1 jafntefli Íslands gegn knattspyrnurisanum Lionel Messi og restinni af landsliði Argentínu.

Norska ríkisútvarpið NRK sagði úrslitin martraðarbyrjun fyrir Messi og Argentínu á meðan Ísland sjokkerar fótboltaheiminn í enn eitt skiptið. Sérfræðingur NRK,Carl-Erik Torp sagðist aldrei hafa séð Messi eiga verri leik,

Danska ríkisútvarpið DR einblínir líkt og margir aðrir miðlar á frábæra vörslu Hannesar Halldórssonar á vítaspyrnu Lionel Messi. DR minnir á að Hannes sé nú markvörður Randers í dönsku úrvalsdeildinni með fyrirsögninni: Randers markvörðurinn tryggir sögulegt HM-stig fyrir Ísland.

Breski miðillinn Telegraph segir að það skemmtilegasta við HM sé að sjá bestu leikmenn heims spila sinn besta fótbolta en að enginn (utan Argentínu) geti hugsanlega verið svekktur með að sjá Ísland stöðva Messi og félaga. 

Telegraph segir að enskir stuðningsmenn ættu ekki að vera hissa og segir frammistöðu strákanna hafa verið frábæra.

New York Times segir að þetta jafntefli líkist frekar sigri fyrir Ísland í sínum fyrsta leik á HM.

Blaðamaður Guardian segist vera á leið í fyrsta flug til íslands og segir að Hannes sé ekki bara leikstjóri í frítíma sínum heldur hafi hann líka skrifað handritið í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×