Lífið

Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir

Sylvía Hall skrifar
Færeyingar eru eldheitir stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Færeyingar eru eldheitir stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Sverri Egholm/portal.fo
Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 

Færeyingar eru miklir stuðningsmenn Íslendinga á heimsmeistaramótinu og voru margir klæddir landsliðstreyjum Íslands með fána á lofti.

Sjá einnig: Stór hluti Færeyinga styður Ísland á HM

Fyrir leik voru söngatriði og mikil stemning í hópnum. Veðrið lék við Færeyinga í dag og má búast við svipaðri stemningu í bænum þegar Ísland mætir Nígeríu á föstudag, en leikir Íslands verða sýndir í miðbænum út mótið.

Hér að neðan má sjá myndir frá Þórshöfn í dag sem ljósmyndarinn Sverri Egholm tók fyrir portal.fo. 

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands.Sverri Egholm/portal.fo
Íslenski fáninn var á lofti í Þórshöfn í dag.Sverri Egholm/portal.fo
Íslendingar eiga góða vini í Færeyingum.Sverri Egholm/portal.fo
Stuðningsmenn landsliðsins eru víða.Sverri Egholm/portal.fo
Mikill fjöldi fylgdist með leiknum í dag.Sverri Egholm/portal.fo
Leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbænum.Sverri Egholm/portal.fo
Áfram Ísland!Sverri Egholm/portal.fo

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×