Fótbolti

Rose: Southgate er harður í horn að taka

Dagur Lárusson skrifar
Gareth Southgate.
Gareth Southgate. vísir/getty
Danny Rose, leikmaður Englands og Tottenham Hotspur, segir að Gareth Southgate hafi sýnt það að í sínum öðrum leik með England að hann er harður í horn að taka, en í þeim leik setti hann Wayne Rooney á bekkinn.

Southate var tímabundinn stjóri Englands í október 2016 þegar hann ákvað að bekkja Rooney gegn Slóveníu í 0-0 jafntefli.

Rooney, sem var fyrirliði liðsins aðeins nokkrum dögum fyrr, var hugsaður sem leiðtoginn sem myndi leiða England á HM en hann virtist ekki vera í myndinni hjá Southgate.

„Ég bjóst klárlega ekki við því að hann myndi setja hann á bekkinn í þeim leik, en um leið og við sáum það þá vissum við það að hann er harður í horn að taka.“

„Hann bekkjaði einn besta, ef ekki þann besta, leikmann Englands frá upphafi og markahæsta leikmann Englands frá upphafi. Þetta kom okkur öllum í opna skjöldu, og sérstaklega þegar Rooney sagðist vera hættur.“

Rose segir að Southgate komi alltaf vel fyrir en er ekki hræddur við það að taka erfiðar ákvarðanir.

„Á sinni fyrstu æfingu þá voru ákveðnir leikmenn sem fengu ekki kallið. Þú veist að hann er mjög almennilegur en á sama tíma þá veistu að hann er með aðra hlið sem þú vilt ekki svíkja. Við þurfum í rauninni að fara hans leið en við erum ekki valdir.“

Fyrsti leikur Englands á HM verður gegn Túnis á morgun.


Tengdar fréttir

Alli: Ætlum að vinna HM

Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×