Fótbolti

Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Strákarnir stóðu þétt saman í gær.
Strákarnir stóðu þétt saman í gær. vísir/getty
Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær.

Í staðinn fyrir að horfa á myndir af sjálfum sér í stuði var skjárinn svartur. Það var eingöngu lesinn texti af leikaranum Ólafi Darra. Textann samdi rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem er einmitt með liðinu í Rússlandi. Dagur Sveinn áttu aftur á móti hugmyndina að því að gera þetta svona í þetta skiptið.

Þessi leið hefur aldrei verið farin áður en hún virðist hafa haft jákvæð áhrif því ekkert vantaði upp á einbeitinguna hjá drengjunum í Moskvu í gær.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Hannes er maðurinn sem stoppar goðsagnir

Hannes Þór Halldórsson er sá sem stal senunni í leik Íslands og Argentínu á HM í dag þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi.

Messi: Mér líður ömurlega

Lionel Messi, leikmaður Argentínu, segiru að honum líði að sjálfsögðu illa með það að hafa klúðrað víti gegn Íslendingum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×