Fótbolti

Einhver verður að vera fyrstur til að stoppa Messi

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Birkir Már að stoppa Messi í leiknum í gær.
Birkir Már að stoppa Messi í leiknum í gær. Vísir/Getty
Birkir Már Sævarsson er að vekja mikla athygli á HM. Fyrir utan að vera frábær hægri bakvörður og mikilvægur hlekkur í líklega athyglisverðasta landsliði heimsins þessa stundina er hann eini leikmaður íslenska liðsins sem er í annarri fastri vinnu. Hann vinnur hjá Saltverk meðfram því að spila með Val. Hann fékk þó frí til að fara með strákunum á HM, skiljanlega.

Birkir Már var til umfjöllunar í heimildarmyndinni Síðasta áminningin sem frumsýnd var í Bíó Paradís á þriðjudaginn. Í myndinni spyr Guðmundur Björn Þorbjörnsson Birki hvort hann sé hræddur við Messi.

„Nei, í rauninni ekki. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er ekkert sem að hræðir mig eða stressar mig. Ég veit að hann er yfirnáttúrulega góður í fótbolta og hann sýnir það um hverja einustu helgi og hverjum einasta leik. Það virðist vera alveg sama hvaða leikmaður er á móti honum. Það getur enginn stoppað hann. Það verður einhver að vera fyrstur.“

Klippuna má sjá hér að neðan.

„What a man! Til hamingju elsku besti,“ segir eiginkona Birkis Más, Stebba Sigurðardóttir, Bolvíkingur með meiru, á Instagram og deilir mynd af innilegum koss þeirra í leikslok í gær.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.






Tengdar fréttir

Sjáðu stiklu úr Síðustu áminningunni

Ný, íslensk heimildarmynd eftir þá Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×