Fótbolti

HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Það voru miklar tilfinningar í Moskvu í gær.
Það voru miklar tilfinningar í Moskvu í gær.
HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna.

Henry Birgir Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson voru reglulega truflaðir af stuðningsmönnum Argentínu meðan á upptöku stóð. Sumir fögnuðu því að leiknum hefði lyktað með jafntefli þar sem það vissi á gott. Jú, Portúgal fór vissulega alla leið á EM eftir að hafa byrjað á jafntefli gegn Íslandi.

Einn afar svekktur stuðningsmaður Argentínu gaf okkar mönnum aftur á móti puttann og sagði Íslandi að fokka sér. Enn aðrir tóku bara víkingaklappið og voru hressir.

Í þættinum renna strákarnir yfir leikinn, stemninguna í Moskvu og hvað gekk á utan vallar. Þáttinn má svo sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×