Innlent

591 brautskráðir úr HR

Bergþór Másson skrifar
Útskriftarhópur HR.
Útskriftarhópur HR. Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemendur við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. 390 nemendur voru brautskráðir úr grunnámi, 199 úr meistaranámi og tveir útskrifuðust með doktorsgráðu.

Háskólanum í Reykjavík er skipt upp í tækni- og verkfræðideild, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild og lagadeild.

Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eða 214 nemendur. 211 nemendur útskrifuðust frá viðskiptadeildinni, 120 frá tölvunarfræðideildinni og 46 frá lagadeildinni.

Í útskriftarhópnum voru 271 konur og 320 karlar.

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sagði framtíð íslensks atvinnulífs bjarta í ávarpi sínu til útskrifarnema.

Einnig sagði hann háskóla landsins horfa til betri vega: „Stjórnvöld hafa boðað aukin fjárframlög til háskóla til að styrkja menntun, rannsóknir og áhrif háskóla á samfélagið. Á sama tíma er unnið að eflingu umhverfis nýsköpunar, bæði með því að móta skýra stefnu til framtíðar og með því að fjárfesta verulega í auknum stuðningi við nýsköpun. Þetta eru stór jákvæð skref.“



Þessir nemendur hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur.Háskólinn í Reykjavík
Andrea Björnsdóttir, Hanna Ragnarsdóttir, Hjalti Jón Guðmundsson og Sigurður Davíð Stefánsson hlutu öll verðlaun Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. 

Hægt er að horfa á upptöku frá brautskráningunni á vef HR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×