Menning

Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018

Bergþór Másson skrifar
Edda Björgvins í góðum gír á rauðum dregli.
Edda Björgvins í góðum gír á rauðum dregli. Vísir/Getty
Edda Björgvinsdóttir var rétt í þessu útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2018 við hátíðlega athöfn í Höfða. RÚV greinir frá því.

Edda Björgvinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1952. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1978.

Edda er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og hefur nýlega hlotið mikið lof landsmanna fyrir frammistöðu sína í dramatísku bíómyndinni „Undir Trénu.“

Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Menningar- og ferðamálaráð útnefnir borgarlistamann þann 17. júní ár hvert. 

Einnig var Edda sæmd fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.



Hér er hægt að sjá borgarlistamenn fyrri ára.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×