Erlent

Eldur blossaði upp í Teslu leikstjóra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rafbílaframleiðandinn sagði í yfirlýsingu að atvikið væri afar óvenjulegt.
Rafbílaframleiðandinn sagði í yfirlýsingu að atvikið væri afar óvenjulegt. Mynd/Skjáskot
Eldur kviknaði fyrirvaralaust í Teslu-bifreið breska leikstjórans Michael Morris í vikunni. Þessu greindi eiginkona hans, leikkonan Mary McCormack, frá á Twitter í gær.

„Ekkert slys, upp úr þurru, í umferðinni á Santa Monica Boulevard,“ skrifaði McCormack í færslunni og deildi með henni myndbandi af Teslunni í ljósum logum sem sjá má neðst í fréttinni. Hún sagði það einnig mikla mildi að dætur hennar þrjár hefðu ekki verið í bílnum þegar kviknaði í honum.

Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að ekki hafi orðið slys á fólki. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur atvikið, sem í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er sagt „sérlega óvenulegt“, til skoðunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×