Fótbolti

Strákarnir fengu pönnukökur í tilefni dagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Strákarnir fagna marki Alfreðs aðeins fjórum mínútum eftir að Agüero skoraði fyrir Argentínu.
Strákarnir fagna marki Alfreðs aðeins fjórum mínútum eftir að Agüero skoraði fyrir Argentínu. vísir/vilhelm
Í dag er þjóðhátíðardagur Íslands, eins og allir þeir sem geta lesið og skilið þennan texta vita líklega. Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafi um ýmislegt að hugsa þessa dagana þá höfðu þeir tíma til þess að fagna deginum.

Ísland vann frækinn sigur með því að ná 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Þar sem leikdagur var í gær tóku flest allir leikmennirnir sem spiluðu leikinn þokkalega hvíld í dag og gátu fagnað þjóðhátíðinni.

Kokkar landsliðsins bökuðu pönnukökur ofan í strákana og buðu upp á ís og rjóma með.

Markvörðurinn Frederik Schram fékk sér þó súkkulaðismjör á pönnukökuna en ekki sultu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×