Erlent

Aqu­arius komið til Spánar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Aquarius komið í höfn á Spáni eftir langt ferðalag.
Aquarius komið í höfn á Spáni eftir langt ferðalag. Vísir/Getty
Björgunarskipið Aquarius kom til hafnar í spænska bænum Valencia í gær. Um borð voru 629 flóttamenn sem bjargað var fyrr í vikunni, en bæði ríkisstjórn Ítalíu og Möltu neituðu að hleypa þeim í land fyrr í vikunni. Nýr forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, tilkynnti þá að Spánn gæti tekið við fólkinu.

Rúmlega 2.000 sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum tóku við flóttamönnunum þegar þeir komu til Valencia í gær.

„Sorgleg hrakningaför fólksins um borð í Aquarius er enn ein áminning um að allt fólk, sama hvaðan það kemur eða hver staða þeirra er, ætti að hafa greiðan aðgang að aðstoð og vernd,“ sagði Elhadj As Sy, æðsti yfirmaður Rauða krossins, í tilkynningu og bætti við: „Engin manneskja er „ólögleg“.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×