Innlent

HM Ladan biluð: „Það þýðir ekkert að keyra í Moskvu“

Bergþór Másson skrifar
HM Ladan í Rússlandi
HM Ladan í Rússlandi HM Ladan/Instagram
Félagarnir Kristbjörn Hilmir Kjartansson og Grétar Jónsson vöktu mikla athygli þegar þeir tilkynntu það að þeir ætluðu að keyra frá Íslandi til Rússlands í tilefni HM. Félagarnir keyrðu til Rússlands á Lödu Sport sem skartar litum íslenska fánans. Nú eru þeir komnir til Rússlands, en hin landsfræga HM Lada er biluð.

Kristbjörn og Grétar lögðu af stað með Norrænu 5. júní og eru búnir að keyra í gegnum Þýskaland, Pólland, Litháen og Lettland, og eru nú staddir í Rússlandi. 

Strákarnir eru staddir í Tambov í Rússlandi, 500 km frá Volgograd, þar sem næsti leikur Íslands fer fram á föstudaginn.

„Kælingin á vélinni er farin, við viljum ekkert vera í umferð, þá bræðir hún úr sér, síðan ætluðum við að tékka á olíunni og bæta á vatnið en þá sleit ég vírinn til þess að opna hood-ið þannig við getum ekkert gert“ segir Kristbjörn.

Strákarnir stefna á að finna verkstæði í Tambov í dag og vona að Ladan geti verið löguð í dag. Í síðasta lagi þarf hún að verða klár á fimmtudaginn ef strákarnir vilja keyra til Volgograd á henni.

HM Ladan hefur vakið mikla athygli erlendis og segja þeir að Rússarnir séu mjög hrifnir af henni.

Strákarnir fóru yfir málið með Heimi og Hugrúnu í Bítinu í morgun. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×