Fótbolti

FIFA ákærir Mexíkó fyrir hegðun stuðningsmanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint Vísir/getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur ákært mexíkóska knattspyrnusambandið fyrir hegðun stuðningsmanna Mexíkó á leik liðsins við Þýskaland í gær.

Mexíkósku stuðningsmennirnir sungu söngva að Manuel Neuer, markmanni Þýska landsliðsins, sem eru hugsaðir sem niðrandi fyrir markmann andstæðinganna.

Knattspyrnusamband Mexíkó hefur áður verið ítrekað sektað af FIFA fyrir þennan söng og hefur sambandið grátbeðið stuðningsmenn sína um að hætta að syngja söngvana.

Íþróttadómstóllinn hefur áður afturkallað tvær sektir Mexíkóa vegna því að söngurinn var talinn innan marka þess að vera móðgandi stuðningsmannalag en ekki níð. Aðrar sektir hafa fengið að standa.

Mexíkó vann leikinn við Þýskaland 1-0 og leikur sinn næsta leik við Suður Kóreu næst komandi sunnudag í Rostov. Ekki hefur komið fram hvenær dómur mun falla í ákærunni en líklega verður refsing FIFA aðeins í formi sektar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×