Innlent

Örmagna kona í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk er á leiðinni upp fjallið úr tveimur áttum.
Björgunarsveitarfólk er á leiðinni upp fjallið úr tveimur áttum. Vísir/Sindri Reyr Einarsson
Laust eftir klukkan fimm í dag voru fimm björgunarsveitir kallaðar út vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli.

Það var ekki fyrr en klukkan sex sem björgunarveitir og lögregla náðu að staðsetja konuna en hún gat ekki sagt til um nákvæma staðsetningu. Hún er efst í stórgrýttu gili og treystir sér ekki til þess að hreyfa sig.

Þegar fréttin er skrifuð er björgunarsveitarafólk á leiðinni upp fjallið úr tveimur áttum með búnað til þess að koma konunni niður fjallið með öruggum hætti.

Björgunarsveitirnar sem taka þátt í aðgerðinni eru fimm talsins: Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorklákshöfn, Eyrarbakka og Hveragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×