Handbolti

Ægir Hrafn og Bjarki til liðs við Fram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ægir Hrafn kominn aftur í Safamýrina
Ægir Hrafn kominn aftur í Safamýrina vísir/getty
Hornamaðurinn Bjarki Lárusson og línumaðurinn Ægir Hrafn Jónsson eru gengnir til liðs við Fram í Olís-deild karla í handbolta.

Báðir koma þeir úr liðum sem féllu úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Bjarki skoraði 53 mörk fyrir Fjölni en hann getur bæði spilað í horninu og á miðjunni.

Ægir Hrafn lék með Víkingum á síðustu leiktíð en hann hefur áður leikið með Fram; varð Íslandsmeistari með Safamýrarliðinu árið 2013.

Samningarnir eru báðir til tveggja ára. Þorgrímur Smári Ólafsson hefur sömuleiðis gert tveggja ára samning við Fram en hann kom til félagsins frá Aftureldingu í upphafi árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×