Fótbolti

Skoraði hjá tveimur markvörðum í sama leiknum og komst í fámennan HM-hóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar sigurmarki sínu.
Harry Kane fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty
Harry Kane skoraði bæði mörk enska landsliðsins í 2-1 sigri á Túnis á HM í gærkvöldi en hann skoraði hinsvegar ekki bæði mörkin sín framhjá sama markverði.

Túnismenn urðu að skipta markverði sínum útaf eftir fyrra mark Kane sem kom strax á 11. mínútu leiksins.

Mouez Hassen meiddist og varð að fara af velli. Farouk Ben Mustapha kom í markið í hans stað.

Ben Mustapha náði hinsvegar ekki að koma í veg fyrir að Kane skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Kane er aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær því að skora framhjá tveimur markvörðum í sama leik á HM.

Hinir eru Brasilíumaðurinn Pele, Júgóslavíumaðurinn Dusan Bajevic, Vestur-Þjóðverjinn Karl-Heinz Rummenigge, Spánverjinn Ramón Calderé og Úrúgvæmaðurinn Diego Forlan.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×