Sport

Fresta frjálsíþróttamóti um hásumar vegna veðurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
400 metra hlaup kvenna fer fram innanhúss.
400 metra hlaup kvenna fer fram innanhúss. Mynd/Frjálsíþróttasamband Íslands
FH-mótið í frjálsum íþróttum fer ekki fram í dag eins og áætlað var. Mótinu hefur verið frestað í ljósi veðuraðstæðna.

Veðurspáin í kvöld er grenjandi rigning og frekar kalt. FH-mótið hefur því verið frestað þangað til á morgun og hefst það klukkan 18.00 annað kvöld. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Veðurspáin á miðvikudaginn er aftur á móti mjög góð, heiðskýrt og hiti yfir tíu stig. Það var því borðliggjandi að færa mótið um einn dag.

Í raun var mótinu ekki öllu frestað því ein grein mun þó fara fram í dag en það er 400 metra hlaup kvenna sem verður hlaupið innanhúss í Kaplakrika og hefst klukkan 19.00.

Keppnisgreinar á mótinu eru annars þessar:

Karlar: 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 400 metra hlaup, 1500 metra hlaup, langstökk, kringlukast, sleggjukast og spjótkast

Konur: 100 metra hlaup, 100 metra grindarhlaup, 200 metra hlaup, 400 metra hlaup, 1500 metra hlaup, langstökk, kringlukast, spjótkast og sleggjukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×