Innlent

Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ljósmæður funda með samninganefnd ríkisins á morgun í fyrsta sinn frá því að þær felldu kjarasamning.
Ljósmæður funda með samninganefnd ríkisins á morgun í fyrsta sinn frá því að þær felldu kjarasamning. Fréttablaðið/Vilhelm
Hópur stuðningsfólks ljósmæðra hefur boðað til samstöðufundar klukkan korter í fimm í dag og er hann haldinn í Mæðragarðinum við hlið Miðbæjarskólans í Reykjavík. Það er engin tilviljun að fundur sem slíkur sé haldinn á kvenréttindadaginn.

„það er svo sannarlega engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu enda er um að ræða stóra kvennastétt,“ segir Andrea Eyland, einn skipuleggjenda fundarins. „Við teljum að ástæðan fyrir því að stjórnvöld sýni þessu ekki skilning og virðingu er einmitt að þetta eru konur sem eiga í hlut.“

Ljósmæður felldu kjarasamning sinn við ríkið fyrr í mánuðinum en fyrsti fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins frá atkvæðagreiðslunni verður í húsakynnum Ríkissáttarsemjara á morgun. Til stendur að 19 ljósmæður hætti 1. júlí næstkomandi en víðtæk óánægja er með launakjörin innan stéttarinnar. Andrea segir fólk í stuðningshópnum uggandi yfir stöðunni og krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur.

„Við höfðum áhyggjur áður en þeim var boðinn samningur en núna erum við með stórfelldar áhyggjur,“ segir hún. „Ástandið hefur versnað hratt. 19 ljósmæður hætta um mánaðarmótin og það stefnir í manneklu sem getur stefnt lífi foreldra og barna í hættu. Það er algerlega óviðunandi ástand.“


Tengdar fréttir

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni.

19 ljósmæður hætta um mánaðamótin

Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×