Lífið

Heather Locklear flutt á sjúkrahús vegna ofbeldishegðunar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Heather Locklear er ef til vill þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Melrose Place og Dynasty.
Heather Locklear er ef til vill þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Melrose Place og Dynasty. Vísir/Getty
Fjölskylda leikkonunnar Heather Locklear hringdi í Neyðarlínuna á sunnudag eftir að hún sýndi ofbeldisfulla hegðun. Samkvæmt TMZ sló Locklear föður sinn og tók móður sína hálstaki. Hún var óstöðug og talaði um að skaða sjálfa sig svo foreldrarnir hringdu eftir aðstoð.

Locklear er 56 ára gömul og samkvæmt fréttinni var hegðun hennar óstöðug og einstaklingurinn sem hringdi á Neyðarlínuna sagði að hún væri að leita að byssu til þess að skaða sjálfa sig. Við komuna á sjúkrahúsið var Locklear strax sett í geðmat.

Locklear var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og fyrir að ráðast á lögregluþjón í febrúar á þessu ári. Þá hótaði hún að skjóta lögreglumennina ef þeir kæmu nokkurn tíman aftur heim til hennar svo nokkrir lögreglubílar voru sendir ásamt sjúkrabíl að heimili leikkonunnar.

Frá handtöku leikkonunnar í febrúar á síðasta ári.Vísir/Getty
Það var bróðir leikkonunnar sem hringdi í neyðarlínuna eftir að hafa orðið vitni að átökum milli Locklear og kærasta hennar á heimili hennar í Kaliforníu. Kærastinn var með áverka en neitaði að fá læknisaðstoð. Heimilisofbeldismálið var látið niður falla en leikkonan var samt sem áður ákærð fyrir fjórar líkamsárásir.

Í frétt TMZ segir að hún hafi ekki gert neitt glæpsamlegt í þetta skipti og hafi ekki verið handtekin, viðbragðsaðilar hafi aðeins flutt hana á sjúkrahús.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×