Handbolti

Ísland í erfiðum riðli í forkeppni HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins.
Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Fréttablaðið/Anton brink
Ísland er í riðli með Aserbaísjan, Makedóníu og Tyrklandi í forkeppni umspilsins fyrir HM 2019 í handbolta kvenna. Dregið var á þingi EHF í Glasgow í dag.

Ísland var í örðum styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla en liðunum sextán var skipt upp í þrjá styrkleikaflokka. Dregið var í fjóra fjöugrra liða riðla þar sem efsta lið hvers riðils kemst í umspilið.

Fimm lið voru í efsta styrkleikaflokki og fóru tvö þeirra í riðil 4 með Íslendingum; Makedónía og Tyrkland. Aserbaísjan var í þriðja styrkleikaflokki. Það er því ljóst að riðill Íslands ætti að vera sá erfiðasti á pappírnum.

Forkeppnin fer fram í lok árs en umspilið er í júní á næsta ári.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×