Innlent

Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum

Sylvía Hall skrifar
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar, þar á meðal Sósíalistaflokkurinn.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar, þar á meðal Sósíalistaflokkurinn. Vísir/Vilhelm
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir.

Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. 



Sjá einnig: 
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“

Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn"

Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. 

Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum.

„Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. 

Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn.

„Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“

Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum

Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.





Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. 





Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.



 

Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum

Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. 

„Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista.

„[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×