Innlent

Fjölmenntu í Mæðragarðinn til að styðja við baráttu ljósmæðra

Atli Ísleifsson skrifar
Samstöðufundur til heiðurs ljósmæðrum fór fram í Mæðragarðinum í tilefni af Kvennadeginum sem er í dag. Andrea Eyland, skipuleggjandi samstöðufundarins, segir með ólíkindum að rúmum hundrað árum eftir að konur fengu kosningarétt þurfi kvennastéttir enn að berjast með kjafti og klóm eftir sanngjörnum launakjörum.

Andrea segist vera með skýr skilaboð til samninganefndar ríkisins fyrir næsta fund í kjarabaráttu ljósmæðra sem er í fyrramálið.

„Ef ég á að segja alveg eins og er þá krefst ég þess að þið sýnið ljósmærðum þá virðingu sem þær eiga skilið, þannig að þær fái laun og launaleiðréttingu í samræmi við menntun sína og reynslu.“

Að neðan má sjá myndir frá samstöðufundinum sem þau Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður tóku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×