Innlent

Áfram blíða á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er hefð fyrir því að hoppa í Eyvindará þegar vel viðrar á Egilsstöðum.
Það er hefð fyrir því að hoppa í Eyvindará þegar vel viðrar á Egilsstöðum. Vísir

Það léttir til víða um land og því ættu flestir landsmenn að sjá til sólar í dag. Þá má jafnframt gera ráð fyrir vestlægri átt, kalda eða stinnigskalda á Vestfjörðum. Annars staðar á landinu verður hægari vindur ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast eystra.

Það bætir svo í vind úr suðvestri á morgun. Það verður þó áfram bjart og hlýtt á austanverðu landinu en ætla má að það verði skýjað og dálítil rigning á Vesturlandi.

Útlitið er síðan gott í byrjun næstu viku; hægur vindur, bjart með köflum og fremur hlýtt, en sums staðar þokuloft við ströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað V-lands og dálítil súld, en bjartviðri á A-verðu landinu. Hiti 8 til 20 stig, svalast við V-ströndina en hlýjast á A-landi.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Vestlæg átt og víða léttskýjað S- og A-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og skýjað með köflum, hiti 10 til 18 stig.

Á fimmtudag:
Austanátt og rigning, en léttskýjað NA-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.