Innlent

Áfram blíða á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er hefð fyrir því að hoppa í Eyvindará þegar vel viðrar á Egilsstöðum.
Það er hefð fyrir því að hoppa í Eyvindará þegar vel viðrar á Egilsstöðum. Vísir
Það léttir til víða um land og því ættu flestir landsmenn að sjá til sólar í dag. Þá má jafnframt gera ráð fyrir vestlægri átt, kalda eða stinnigskalda á Vestfjörðum. Annars staðar á landinu verður hægari vindur ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast eystra.

Það bætir svo í vind úr suðvestri á morgun. Það verður þó áfram bjart og hlýtt á austanverðu landinu en ætla má að það verði skýjað og dálítil rigning á Vesturlandi.

Útlitið er síðan gott í byrjun næstu viku; hægur vindur, bjart með köflum og fremur hlýtt, en sums staðar þokuloft við ströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað V-lands og dálítil súld, en bjartviðri á A-verðu landinu. Hiti 8 til 20 stig, svalast við V-ströndina en hlýjast á A-landi.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):

Vestlæg átt og víða léttskýjað S- og A-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Suðlæg átt og skýjað með köflum, hiti 10 til 18 stig.

Á fimmtudag:

Austanátt og rigning, en léttskýjað NA-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×