Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið.
Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið. vísir/vilhelm
Heildarmat fasteigna hér á landi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá hækkar fasteignamat mest á Reykjanesi. Þar hækkar íbúðamatið um 41,1 prósent í Reykjanesbæ, um 37,9 prósent í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs og um 32,9 prósent í Vogum.

Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið.

Þá hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 15 prósent á landinu öllu; um 17,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,9 prósent á landsbyggðinni.

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 11,6%,  um 28,3% á Suðurnesjum, um 14,3% á Vesturlandi, 12,1% á Vestfjörðum, 11% á Norðurlandi vestra, 15% á Norðurlandi eystra, 9,5% á Austurlandi og um 13,7% á Suðurlandi.

Fasteignamat hækkar mest í Reykjanesbæ eða um 34,2%, um 25,5% í Vogum, um 21,1% í Hveragerði og  20,2% á Akranesi.

Nánari upplýsingar um hækkun fasteignamats má nálgast á vefsíðu Þjóðskrár.


Tengdar fréttir

Heildarfasteignamat íbúða fer í tæpa fimm þúsund milljarða á næsta ári

Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×