Erlent

Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samantha Bee er vinsæll þáttastjórnandi í Bandaríkjunum.
Samantha Bee er vinsæll þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Vísir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli falla um dóttur Trump í þætti hennar.

Bee stýrir þættinum Full Frontal þar sem hún fjallar á hispurslausan og gagnrýninn hátt um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Í þætti í vikunni tók hún fyrir fréttir sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna.

Tók hún Ivönku Trump sérstaklega fyrir en fjölmargir netverjar gagnrýndu dóttur forsetans fyrir að birta mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun, á sama tíma og það sem væri í gangi á landamærum Bandaríkjanna.

Hvatti hún Ivönku til þess að beita áhrifum sínum en lét þau ummæli falla að Ivanka væri „gagnslaus t****“. Bee hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummælin og baðst hún afsökunar á þeim í dag.

Það virðist hins vegar ekki vera nóg fyrir Trump sem á Twitter í dag kallaði eftir því að þáttur Bee yrði tekin af dagskrá. Velti hann því fyrir sér af hverju þáttur hennar yrði ekki tekin af dagskrá á sama tíma og þáttur Roseanne Barr var tekinn af dagskrá eftir rasískt tíst hennar.

Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara.


Tengdar fréttir

Kennir svefnpillum um rasískt tíst

Bandaríska leikkonan Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api.

Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien

Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×