Golf

Veðrið truflar Opna bandaríska │Örlög Ólafíu enn ekki ljós

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. S2 Sport

Hlé var gert á Opna bandaríska risamótinu í golfi vegna veðurs en mótið fer fram á Shoal Creek vellinum í Alabama. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf því mögulega að bíða til morguns með fréttir af því hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn á mótinu.

Ólafía náði að ljúka sínum öðrum hring í dag, hún lauk keppni um fimm leitið á íslenskum tíma og kom í hús á fimm höggum yfir pari eftir erfiðan dag þar sem hún fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum.

Hlé var gert á keppni um klukkan 20:00 að íslenskum tíma en mun keppni hefjast aftur klukkan 18:15 að staðartíma, sem er klukkan 23:15 að íslenskum tíma. Nokkrir kylfingar hafa enn ekki hafið leik á öðrum hring og margir ekki langt komnir svo óvíst er að þeir nái að ljúka keppni áður en of dimmt verður á vellinum til að hægt sé að spila.

Eins og er er niðurskurðarlínan við þrjú högg yfir pari og því verður að teljast ólíklegt að hún færist nógu aftarlega til þess að Ólafía sleppi í gegnum niðurskurðinn. Það er þó aldrei að vita hvort erfiðar aðstæður setji strik í reikninginn. 


Tengdar fréttir

Ólafía líklega úr leik á Opna bandaríska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Opna bandaríska mótinu í golfi sem fram fer á Shoal Creek golfvellinum í Alabama. Ólafía náði sér ekki almennilega á strik og kom inn á 5 höggum yfir pari og er líklega úr leik að þessu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.