Innlent

Sjálfstæðismenn kæra kosningaúrslitin í Eyjum vegna 5 glataðra atkvæða

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Styr hefyr staðið um úrslitin vegna atkvæða sem bárust nokkrum sekúndum of seint og gætu breytt úrslitunum
Styr hefyr staðið um úrslitin vegna atkvæða sem bárust nokkrum sekúndum of seint og gætu breytt úrslitunum Vísir/Einar Árnason
Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum hefur kært úrslit nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga í Eyjum til sýslumanns. Kæran var móttekin í gær samkvæmt tilkynningu.

Hún tekur annars vegar til fjögurra utankjörfundaratkvæða sem yfirkjörstjórn úrskurðaði ógild og hins vegar myndbirtingar af atkvæðaseðli á samfélagsmiðlum. Í kærunni er tekið fram að þessi fimm atkvæði geti breytt úrslitum kosninganna. Kærandi gerir einnig athugasemd við að útgefnir kjörseðlar stemmi ekki við greidd atkvæði.

Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, segir ljóst að þessir fjórir fyrrnefndu kjósendur hafi verið búnir að kjósa mörgum klukkutímum áður en atkvæðaseðlarnir bárust á kjörstað. Vilji kjósenda hafi ekki náð fram að ganga vegna sekúnduspursmáls sem megi rekja til samgönguvandræða.

Trausti segir það beinlínis skyldu framboðsins að láta á það reyna hvort brotið hafi verið á kjósendum. Þá gagnrýnir hann þann hluta laga um kosningar til sveitarstjórnar sem fjallar um utankjörfundaratkvæði. Þann kafla þurfi að taka til heildstæðrar endurskoðunar. Afar sérstakt sé að ferðast þurfi með bréfsneppla landshluta á milli í stað þess að láta það í verkahring sýslumanna og talningarmanna að koma upplýsingum á réttan stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×