Golf

Ólafía var höggi frá niðurskurðinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á fyrsta hringnum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á fyrsta hringnum. Vísir/Friðrik Þór

Þegar allir kylfingar hafa lokið keppni á öðrum hring á Opna bandaríska risamótinu í golfi er orðið ljóst að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu.

Ólafía kláraði keppni snemma í gær og átti frekar erfiðan hring þar sem hún spilaði á fimm höggum yfir pari. Veðrið var að stríða keppendum á Shoal Creek vellinum í Alabama og þurfti að fresta keppni á öðrum hring í dag.

Í dag hefur niðurskurðarlínan verið flakkandi á milli þriggja og fjögurra högga yfir parið. Aðstæður eru erfiðar og hefur Ólafía þotið upp töfluna. Hún var í kringum 80. sæti í morgun en er nú jöfn í 64. sæti.

Niðurskurðurinn miðast oft við 70 kylfinga en Ólafía er ásamt fleirum í 64. – 78. sæti og slapp ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skipti.

Keppni á þriðja hring hefst fljótlega og á útsending frá mótinu að hefjast klukkan 18:00 á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.