Golf

Ólafía var höggi frá niðurskurðinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á fyrsta hringnum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á fyrsta hringnum. Vísir/Friðrik Þór
Þegar allir kylfingar hafa lokið keppni á öðrum hring á Opna bandaríska risamótinu í golfi er orðið ljóst að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu.

Ólafía kláraði keppni snemma í gær og átti frekar erfiðan hring þar sem hún spilaði á fimm höggum yfir pari. Veðrið var að stríða keppendum á Shoal Creek vellinum í Alabama og þurfti að fresta keppni á öðrum hring í dag.

Í dag hefur niðurskurðarlínan verið flakkandi á milli þriggja og fjögurra högga yfir parið. Aðstæður eru erfiðar og hefur Ólafía þotið upp töfluna. Hún var í kringum 80. sæti í morgun en er nú jöfn í 64. sæti.

Niðurskurðurinn miðast oft við 70 kylfinga en Ólafía er ásamt fleirum í 64. – 78. sæti og slapp ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skipti.

Keppni á þriðja hring hefst fljótlega og á útsending frá mótinu að hefjast klukkan 18:00 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×