Enski boltinn

Salah á góðri leið í endurhæfingunni

Dagur Lárusson skrifar
Salah og Ramos í barátunni.
Salah og Ramos í barátunni. vísir/getty
Mohamed Salah virðist vera á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir meiðslin sem hann hlaut síðustu helgi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

 

Eins og flestir vita þurfti Salah að yfirgefa völlinn eftir um það bil hálftíma leik eftir samstuð við Sergio Ramos. Í fyrstu var haldið því fram að Salah myndi missa af HM en ef marka má nýjustu færslu kappans á Instagram reikningi hans þá virðist hann vera á góðri leið.

 

Í myndinni sést Salah vera æfa öxlina með teyju og undir myndinni skrifar hann einfaldlega „góðar tilfinningar“. 

 

Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir Egyptaland en Salah er án nokkurs vafa stærsta stjarna Egypta.

 

Myndina má sjá hér að neðan. 

 


Tengdar fréttir

Reyna að bjarga HM-draumi Mohamed Salah á Spáni

Egyptinn Mohamed Salah er í kapphlaupi við tímann eftir að hafa meiðst illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. Læknar Liverpool gera allt til að hjálpa hoonum að ná HM.

Ramos sendir Salah batakveðjur

Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Vonast til að Salah nái HM

Líkurnar á að Mohamed Salah geti spilað með landsliði Egypta á Heimsmeistaramótinu eru betri en í fyrstu var talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×