Erlent

Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Trudeau segir að framtíð og velsæld Kanada og Bandaríkjanna sé samofin vegna náinna tengsla og vináttu
Trudeau segir að framtíð og velsæld Kanada og Bandaríkjanna sé samofin vegna náinna tengsla og vináttu Vísir/AFP
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. Þjóðirnar séu ekki aðeins nátengdar heldur háðar hvor annarri.

Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagðist Trudeau vona að Trump gerði sér grein fyrir því að útflutningur Bandaríkjanna til Kanada væri meiri en til Bretlands, Japans og Kína samanlagt.

Trudeau verður á heimavelli næst þegar þeir Trump hittast. Það verður í Quebec síðar í vikunni þar sem leiðtogar G7 rikjanna munu koma saman til skrafs og ráðagerða. Búist er við að verndartollar Trumps verði ofarlega á baugi í þeim viðræðum.

Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada, segist sorgmædd yfir tollunum og biður Trump að hugsa um hverskonar skilaboð hann sé að senda nánustu bandamönnum þjóðar sinnar.

 

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×