Enski boltinn

Umboðsmaður Fekir: Liverpool hefur áhuga

Dagur Lárusson skrifar
Nabil Fekir.
Nabil Fekir. vísir/getty
Umboðssmaður Nabil Fekir, leikmanns Lyon, hefur staðfest þær sögusagnir að Liverpool hafi áhuga á leikmanninum en hann segir þó að liðin séu ennþá langt frá samkomulagi.

 

Nabil Fekir fór mikinn í liði Lyon í vetur og hefur vakið mikla athygli og hafa mikið af liðum verið orðuð við hann á síðustu vikum og þar á meðal Liverpool sem virðist ætla að klár sín kaupa snemma í sumar.

 

Umboðssmaður Fekir hefur nú staðfest það að Liverpool hefur áhuga á honum.

 

„Viðræður milli Liverpool og Lyon munu aðeins eiga sér stað þegar Lyon hefur samþykkt það og Jean-Michel Aulas hefur gefur græna ljósið,“ sagði Bernes, umboðsmaður Fekir.

 

„Liverpool hefur áhuga á Fekir, það er engin spurning, en eins og er þá er ekkert að gerast. Félagsskiptaglugginn er langur og það eru fleiri lið sem hafa áhuga á honum.“

 

Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá Fekir, en ljóst er að ef Liverpool fær hann í sínar raðir þá eru þeir búnir að styrkja lið sitt hel

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×